Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta um elsku Hrafnistu. En ég hata vinnuna mína út á lífið. Líf mitt snýst um hata og fórnarlambið þessa stundina er Hrafnista.
Ég elska samt krúttlega gamla fólkið sem er alltaf að reyna að brjóta mig niður. Reyndar er allra krúttlegasta fólkið dáið. Þeir vondu lifa lengst. Sem eru góðar fréttir fyrir mig.
Það ætti líka að gleðja ykkur að heyra að enn ein bílslysalaus vika er liðin hjá Corsunni minni kæru.
Hún er reyndar að haga sér undarlega núna. Hún má ekki keyra hægt. Ef hún keyrir hægt fer hitamælirinn á rauða dæmið og það heyrist svona -égeraðfaraaðspringa- hljóð úr henni.
Ég lenti einmitt í því um daginn á Miklubrautinni klukkan fimm. Þá eru allir Íslendingar að keyra Miklubrautina á sama tíma. Ég þurfti þess vegna að keyra ansi hægt.
Hitamælirinn fór á rauða dæmið og -égeraðfaraaðspringa- hljóðið kom. Ég drap á bílnum á afrein á miðri Mikubrautinni og sat þar ásamt Esther í hálftíma. Gaman sko.
Ég hef samt verið að íhuga hvað ég á að nefna bílinn minn. Verður hann ekki að heita eitthvað?
Ég er komin með nokkra valmöguleika.
a) RedMobile (komið frá Möggu)
b) Corsalettan
c) The Seal Mobile (man ekki hvaðan það kom, en áfengi kom örugglega við sögu)
d) Tiny Tin
e) Tóbías
Nú eru busaböllin öll að detta inn. Ég fór að sjálfsögðu á Kvennóballið, fyrsta framhaldskólaball sem ég fer á á lausu. Held ég hafi sjaldan skemmt mér betur.
MR ballið var daginn eftir. Glowsticks og techno, need I say more. Held að ég hafi aldrei séð Esther jafn pirraða og það kvöld.
Ég held að ég fari ekki á fleyri busaböll. Ég er með blöðrur á tánum.
Ég fór í blóðrannsókn um daginn. Bara svona að athuga hvort ég blóðlítil eða járnlítil eða eitthvað. Ég meina það hlýtur að vera einhver alvöru ástæða fyrir því að ég er stanslaust þreytt og hreyfi mig aldrei.
Rangt. Það er ekkert að blóðinu mínu. Þetta var endanleg staðfesting á því að ég er og mun alltaf vera bara löt.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 20:28
5 comments